Smiðjustígur 2, Eskifjörður

Verð: 18.000.000


Tegund:
Einbýlishús
Stærð:
123.90 m2
Inngangur:
Margir inngangar
Herbergi:
3
Byggingarár:
1923
Svefnherbergi:
2
Fasteignamat:
14.250.000
Baðherbergi:
1
Brunabótamat:
34.700.000
Stofur:
1
Bílskúr:

Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali thordis@lindinfasteignir.is kynna:
Smiðjustígur 2, Eskifirði Sigurhæð.

Eitt af fallegu gömlu húsunum á Hlíðarendanum á Eskifirði.
Um er að ræða einbýli sem er kjallari hæð og ris byggt 1923 og lítinn bílskúr byggðan 1959.
Þessu húsi hefur alltaf verið haldið vel við og nostrað við að láta gamla sjarmann halda sér.
Endurbætur á húsinu standa yfir.
Húsið er gert upp í samvinnu við Húsafriðunarnefnd.
Gólf hússins hafa verið styrkt og gólf á miðhæðinni klædd með viðargólfborðum.
Parket er á rishæðinni en dúkur á einu herberginu.
Veitt hefur verið leyfi til að byggja við kjallara og neðri hæð hússins sem eykur notagildi hússins til muna.
Teikningar og byggingaleyfisgjöld hafa verið greidd.
Gamli stiginn milli hæðar og riss er ágætur og fallegur
Að mestu er búið að endurnýja miðhæðina og risið í húsinu.
Rafmagn hefur verið talsvert endurnýjað.
Hitaveita er í húsinu og eru ofnar og ofnalagnir nýlegt.
Eitthvað af byggingarefni fylgir með í kaupunum, ofnar, gólfborð, undirlag og parket á annað herbergið í risinu einhver eingrun og 2 gluggar.

Stór hluti innbús getur fylgt með í kaupunum ef óskar er.

Á aðalhæð hússsin er forstofa/stigagangur, baðherbergi, eldhús og stofa.
Í risinu eru 2 svefnherbergi.
Kjallari hússin er óinnréttaður en þar er þvottahús, geymslupláss og sturtuaðstaða.
Húsið stendur á eignarlóð.

 
Útkaupstaðarbraut 1 - Eskifirði – Sími 893-1319 – thordis@lindinfasteignir.is - http://www.lindinfasteignir.is