Steinholtsvegur 2, Eskifjörður

Verð: 6.000.000


Tegund:
Einbýlishús
Stærð:
117.40 m2
Inngangur:
Herbergi:
4
Byggingarár:
1913
Svefnherbergi:
3
Fasteignamat:
9.920.000
Baðherbergi:
Brunabótamat:
30.550.000
Stofur:
1
Bílskúr:
Nei

Hér er um að ræða 100 ára gamalt steinhús, kjallari, hæð og ris.
Húsið hefur verið byggt brekkumegin og hæðin og risið stækka, óljóst er hvort sú stækkun er steypt eða byggð úr timbri.
Kjallarinn er 31,6 m2, miðhæðin 44,0 m2 og risið 41,8 m2.
Ekki er inngengt úr kjallara og upp, kjallarinn er einn geymur og nýtist sem þvottahús og geymsla. Lofthæð í kjallara er ca 1,9 m. hluti veggjana virðist grjóthleðsla sem steypt hefur verið utan á. Á miðhæðinni er forstofa, baðherbergi, og stofa með eldhúskrók.
Brattur stigi er í risið, þar sem hol og þrjú svefnherbergi eru.
Ástand innandyra : Kjallarinn er íburðarlaus. Flísar eru í forstofu. Baðherbergið er flísalagt gólf og veggir, sturtuklefi þar sem þarf að lagfæra. Eldhúsinnrétting sem er ca 30 ára gömul, er mjög léleg. Gólfhalli er í eigninni og þarf að lagfæra burðarvirkið. Í risi er spónarparket.

Merki um þakleka þar sem gamla húsið og viðbygging mætast. Þakskegg er skemmt vegna fúa. Mjög lágt til lofts. Þakkantur fúinn, engar þakrennur og skoða þarf ástand þakjárns sérstaklega er mjög lélegt. Rakaskemmdir eru í eign. Öll gólfefni eru ónýt. Gluggar og gler mjög lélegt/ónýtt. Yfirfara þarf ofna- og neysluvatnslagnir, yfirfara þarf rafmagnstöflu og rafmagn.

ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

Lækkað verð
Útkaupstaðarbraut 1 - Eskifirði – Sími 893-1319 – thordis@lindinfasteignir.is - http://www.lindinfasteignir.is