Hólsgata 4, Neskaupstaður

Verð: 15.600.000


Tegund:
Tví/Þrí/Fjórbýli
Stærð:
129.50 m2
Inngangur:
Margir inngangar
Herbergi:
5
Byggingarár:
1921
Svefnherbergi:
4
Fasteignamat:
14.600.000
Baðherbergi:
2
Brunabótamat:
30.000.000
Stofur:
1
Bílskúr:

Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali thordis@lindinfasteignir.is kynna:
Hólsgata 4, Neskaupstað
2 íbúðir í vesturenda hússins ásamt bílskúr.

Um er að ræða íbúðarhluta í innri enda húss frá 1921. Umræddur eiganrhluti í íbúðarhúsinu er skráður 106,4 fermetrar, 23,1 fermetra bílskúr frá 1964 fylgir íbúðinni. 
Eignarhlutinn skiptist í íbúðarherbergi á hæð og í risi og einnig fylgir aukaíbúð í kjallara.
Íbúðin i kjallaranum er skráð 42,3 fermetrar og skiptist í herbergi, lítið eldhús og lítið baðherbergi.
Sú íbúð var mikið endurnýjuð árið 2014
Hin íbúðin er skráð alls 64,1 fermeter, 43,1 fermeter á aðalhæðinni. Þar eru stofa, eldhús og baðherbergi. Risið er skráð 21 fermeter en gólfflötur er mun stærri. Þar eru 2-3 svefnherbergi, 1 með dyrum út á svalir. Einnig er geymslurými undir súð.
3 litlar útigeymslur fylgja eignrhlutanum.
Þetta er hús sem hefur verið ágætlega haldið við í gegnum tíðina og nokkrar endurbætur gerðar. Nýlega hafa ofnar, ofanlagnir og fleira verið endurnýjað. Flestir gluggar og svalahurð er nýlegt og einnig baðherbergi og eldhús.
Útkaupstaðarbraut 1 - Eskifirði – Sími 893-1319 – thordis@lindinfasteignir.is - http://www.lindinfasteignir.is