Strandgata 47 Hótel Eskifjörður , Eskifjörður

Verð: Tilboð


Tegund:
Atvinnuhúsnæði
Stærð:
693.30 m2
Inngangur:
Margir inngangar
Herbergi:
18
Byggingarár:
1966
Svefnherbergi:
17
Fasteignamat:
53.340.000
Baðherbergi:
18
Brunabótamat:
212.980.000
Stofur:
1
Bílskúr:

Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali thordis@lindinfasteignir.is kynna:
Hótel Eskifjörður, Strandgötu 47, Eskifirði

Áhugavert atvinnutækifæri sem fæst á mjög sanngjörnu verði.
Húsið stendur á stórri eignarlóð.

Hótelið er nýlegt og í alla staði veglegt og vandað.
Húsið hýsti áður höfuðstöðvar Landsbankans á Austurlandi og er fyrrverandi peningahvelfing Seðlabankans nú einn rammgerðasti vínkjallari landsins.
Húsið er upphaflega teiknað af Bárði Daníelssyni en Steindór Hinrik Stefánsson arkitekt á Eskifirði teiknaði breytingar með hótelrekstur í huga.

Hitaveita er í húsinu,

17 2ja manna herbergi eru á hótelinu og er sérbaðherbergi með öllum herbergjum.

2 herbergi eru hönnuð með hjólastólaaðgengi í huga.
2 herbergi eru mjög stór og eru kölluð fjölskylduherbergi.
2 herbergi eru með svölum.
Herbergin eru öll vel búin með vönduðum rúmum.
Við inngang í hvert herbergi hefur verið settur á vegginn skemmtilegur fróðleikur um Eskifjörð.

Hótelið er vel staðsett í miðbæ Eskifjarðar og rennur falleg á meðfram því. Allt umhverfi hótelsins og fallegt og snyrtilegt.

Hótelið er vel kynnt og fær góðar umsagnir.


Eskifjörður er einn af byggðakjörnum Fjarðabyggðar og í sveitarfélaginu er hægt að gera margt sér til afþreyingar og upplyftingar.
Skíðasvæðið í Oddskarði er ofan við hótelið.
Nýleg og vinsæl útisundlaug með rennibrautum er á Eskifirði ásamt líkamsræktarstöð.
Fallegar gönguleiðir eru í nágrenni Eskifjarðar. Undanfarin ár hefur verið haldin gönguvika þar sem hægt er að ganga ýmsar leiðir með leiðsögn.
Ýmsar bæjarhátíðir eru haldnar í Fjarðabyggð og má þar nefna Útsæðið sem er afmælishátið Eskifjarðar, Eistnaflug og Neistaflug í Neskaupstað, Franska daga á Fáskrúðsfirði, Stöð í Stöð á Stöðvarfirði.
Einnig er hefð fyrir árgangamótum á Eskifirði um sjómannadagshelgina og jafnan eru veglega hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins haldin á Eskifirði.
Menningarmiðstöð Austurlands er á Eskifirði og eru þar reglulegir tónlistar- og menningarviðburðir.
Randulfssjóhús er veitingastaður og safn við sjóinn.
Thailenskur veitingastaður er á Eskifirði ásamt hefðbundnum matsölustöðum.
Valhöll er félagsheimili sem hefur aftur fengið sitt gamla og góða hlutverk félagsheimila sem áður voru í hverjum bæ og sveit.
Sjóminjasafn er í aldagömlu sögufrægu húsi sem heitir Gamla búð.
Stór ærslabelgur er í miðjum bænum og sjást ferðamenn gjarnan nýta sér að taka sveiflur þar.
Fallegur minnisvarði um drukknaða sjómenn er skammt frá Hótel Eskifirði.
Talsvert er af fallegum gömlum húsum á Eskifirði og hefur hverfi sem gjarnan er nefnt Hlíðarendi mikla sérstöðu.
Hreindýr bregða sér gjarnan í bæjarferð til Eskifjarðar.

Mörg skemmtileg söfn eru í Fjarðabyggð, bæði á vegum sveitarfélagsins og í einkaeigu,
Nefna má:
Sjóminjasafnið á Eskifirði
Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar í Neskaupstað
Sjóminja- og smiðjumunasafn í Neskaupstað
Náttúrugripasafn í Neskaupstað
Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði
Frakkar á Íslandsmiðum á Fáskrúðsfirði
Steinasafn Petru á Stöðvarfirð
Steinasafn Sörens og Sigurborgar á Eskifirði.
Borkjarnasafn á Breiðdalsvík

Upplýsingar um verð fást á fasteignasölunni.
Útkaupstaðarbraut 1 - Eskifirði – Sími 893-1319 – thordis@lindinfasteignir.is - http://www.lindinfasteignir.is