Lf-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Egilsbraut 25, Neskaupstað.Um er að ræða rammbyggt og vandað skrifstofuhúsnæði í hjarta Neskaupstaðar.
Húsið hefur fengið gott viðhald en þó er kominn tími á eitt og annað eins og er með öll hús.
Húsið hefur 2 fasteignanúmer. Annarsvegar jarðhæðin ásamt viðbyggingu austan við húsið og hluta niðurgrafins kjallara þar sem eru eldtraustar geymslur, stærð alls 547,8 fermetrar.
Hinsvegar skrifstofur á efri hæð hússins ásamt eldtraustum geymslum í kjallara, stærð geymslanna sem tilheyra þeim hluta er alls 59.2 fermetrar, heildarstærð þess eignarhluta er 272.2 fermetrar.
Húsið hentar vel fyrir skrifstofur eða stofnun, jafnvel hægt að breyta því í íbúðir.
Möguleiki gæti verið að skipta húsinu formlega í 2 fasteignir, jafnvel 3.Eignarhlutinn á efri hæðinni skiptist í nokkrar skrifstofur sem flestar hafa verið í útleigu sem slíkar eða fyrir lítil þjónustufyrirtæki.
Einnig er skjalageymsla á miðri hæðinni,
Eldhús með upphaflegri innréttingu og rúmgóð snyrting sem einnig er upprunaleg.
Gólfefni eru að mestu ágætt parket.
Gengið er inn á hæðina um stiga frá inngangi á jarðhæð og liggur sá stigi einnig niður í kjallarann þar sem eldtraustu geymslurnar eru.
Götuhæðin ber með sér að hafa verið endurinnréttuð á vandaðan hátt og lítur vel út.
Komið er inn í forstofu og úr henni inn í stóra sal með suðurgluggum og kúptum þakgluggum.
Með þeirri tilhögun eru allir veggir nema suðurveggurinn gluggalausir og nýtast því vel hvort sem er til að hengja á eða láta húsgögn standa uppvið.
Ein skrifstofa og lítil biðstofa eru stúkuð af í salnum.
Stigi liggur úr salnum upp hálfa hæð þar sem er biðstofa, salerni, skrifstofa og fundarherbergi.
Væri farið í að skipta húsinu i fleiri fasteignir eða eignarhluta til útleigu mætti auðveldlega stúka þetta rými af sem sérstakt skrifstofurými eða litla íbúð og gæti það þá verið 3ja aðgreinda rýmið í húsinu.
Einnig er stigi úr salnum niður hálfa hæð þar sem er vandað eldhús, snyrtingar og önnur starfsmannaaðstaða.
Við hinn enda salarins eru skjalageymslur og stigi niður í kjallarann.
Áfast húsinu er nokkuð stórt tæknirými sem gengið er í frá bílastæði vestan við húsið.
Næg bílstæði eru við húsið.