Upplýsingar og verðskrá

LF-fasteignasala/Lindin fasteignir er með starfsstöðvar á Austurlandi og í Reykjavík. Þórdís Pála Reynisdóttir, löggiltur fasteignasali, hefur starfað á Eskifirði frá 26. júní 2013. Styrmir Þór Sævarsson, löggiltur fasteignasali hefur starfað í Reykjavík frá árinu 2017. Okkur til aðstoðar eru Páll Birgir Jónsson á Austurlandi og Sigurður Vopni Vatnsdal í Reykjavík.

Okkar aðalstarfsemi er að selja fasteignir og gera verðmöt en einnig er starfandi hjá okkur löggiltur leigumiðlari og löggiltur eignaskiptalýsndi. 

Verðskrá fasteignasölunnar

Yfirleitt er ekki krafist gjalds á verðmati vegna fyrirhugaðrar sölu og er það innifalið í þóknun.

Undirritað verðmat t.d. vegna endurfjármögnunar: 24.000 - 36.000 án VSK (29.760 - 44.640)

Yfirlestur leigusamnings og smávægileg aðstoð: 24.000 án VSK (29.760)

Gerð leigusamnings, útvegun leigjenda ásamt auglýsingum: 50% af leiguverði eins mánaðar ásamt VSK

Gerð eignaskiptasamninga: Samkvæmt tilboði, fer eftir umfangi verkefnis.

Þóknun vegna hefðbundinnar sölu fasteignar miðast við 1,5% í einkasölu ásamt VSK en 1,8% í almennri sölu, en er þó UMSEMJANLEGT. Sé eign færð úr einkasölu í almenna sölu hækkar þóknun um 0,3 prósentustig. Í söluþóknun er allt innifalið og enginn falinn kostnaður sem birtist eftirá. Seljist eign er allur hefðbundinn kostnaður fasteignasölunnar innifalinn í umsaminni þóknun.

Innifalið í þóknun er: Skoðun fasteignar, ráðgjöf um verðlagningu, öflun gagna, hefðbundin myndataka og gerð söluyfirlits. Birting auglýsingar fasteignar á fasteignasíðum og helstu vefmiðlum og í Dagskránni á Austurlandi. Opin hús og/eða einkasýningar fasteignar í samráði við seljendur. Tilboðagerð, kaupsamningar, afsöl, kostnaðaruppgjör og rafrænar undirritanir. Allar ráðleggingar sem óskað er eftir, aðstoð við aðilaskipti vegna gjalda af eign og akstur vegna sýninga. Öll umsýsla skjala og akstur (sem getur verið töluverður á landsbyggðinni) með skjöl til og frá sýslumanni, milli bankastofnanna, póstkostnaður vegna skjala ef þess þarf og gerð veðleyfa. Þó kemur fyrir að bankastofnanir vilja gera veðleyfin og rukka þá fyrir það samkvæmt sinni gjaldskrá. Öll gerð umboða og vinna við veðflutninga. Enginn falinn kostnaður!

Yfirleitt er ekkert innheimt ef hætta þarf við sölu en þó áskilur fasteignasalan sér rétt til að  innheimta fast gjald kr. 39.500 (48.980 með VSK) vegna útlags kostnaðar þyki ástæða til.

Lágmarksþóknun fyrir mjög ódýrar eignir er 300.000 (372.000 með VSK) og er sama lágmarks gjald fyrir skjalagerð þegar kaupandi og seljandi hafa komið sér saman um sölu hvort sem söluverð er þegar ákveðið eða ekki. Sé um dýrar eignir að ræða eða flókna skjalagerð getur skjalagerðargjald hækkað í 500.000 (620.000 með VSK). Öll hefðbundin þjónusta er innifalin.

Við svörum skilaboðum, tölvupóstum og símtölum hratt og örugglega en viðtalstíma á skrifstofu þarf að bóka hjá okkur þar sem við erum á ferð og flugi. 

Við erum þekkt fyrir heiðarleika, sanngirni, traust og vinnusemi

Skráðu eignina þína hjá okkur og við seljum hana strax!

Smelltu hér til að skrá eignina.

Hafðu samband

Skilaboð hafa verið send.

Lindinfasteignir fasteignamiðlun ehf

Sjá staðsetningu á korti.