Nesgata 5 hommahöllin sigfúsarhús , 740 Neskaupstaður
69.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
12 herb.
300 m2
69.500.000
Stofur
4
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
3
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1900
Brunabótamat
122.400.000
Fasteignamat
59.000.000

LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali [email protected] kynna:
Nesgata 5, Neskaupstað Sigfúsarhús og nú Homma-höllin.
Húsið er mun stærra en skráning segir.

Húsið er bygg 1895 (skráning segir 1900)  norskt katalog hús af fínustu sort, sannkallað stórhýsi þess tíma.
Húsið var upphaflega heimili og verslun en hefur verið nýtt á ýmsan hátt meðal annars sem heimavist, félagsaðstaða eldri borgara og nú síðast sem menningarheimili með vinnustofum listamanna og þá kallað Hommahöllin.                                                                                                                                                                                                                                                    Húsið var tekið í geng að innan og fært í glæsilegt upprunalegra horf 2020-2021, ekkert til sparað. 
Gólfefni og veggfóður voru sérpöntuð. Gerefti, loftlistar og skrautlistar voru endurgerð í upphaflegir mynd.
Ofna og vatnskerfi endurnýjað. Varmadælur eru öflugar bæði loft í vatn og loft í loft og sparar það kyndikostnað verulega. Rafmagn var endurnýjað að miklu leiti.
Þvottahús, tvö baðherbergi og tvö eldhús sett ný.
Ný gólfefni voru sett á allra neðri hæð, upprunalegar gólf fjalir pússaðar a efri hæð.
Húsið er skráð 300 m2 en er mun stærra, nýtanlegur gólfflötur er talin +450m2 Viðbygging 50m2 er óskráð, sem og kjallari 70m2.
Götuhæðin er skráð rúmir 180 fermetrar.
Efri hæð er lítið undir súð og er skráð 120 fermetrar en gólfflötur er mun stærri.
Neðri hæð : Aðalinngangur af aðalgötu bæjarins, þar er innbyggður skápur Stórar og glæsilegar samliggjandi stofur tvær (65 m2). Ný kamína er í dagstofu en útblástursrör er ótengt ennþá, frágengið að innanverðu með brunavörn og klætt með hömruðum kopar. Í borðstofu eru upprunalegar veggklæðningar sem hafa verið gerðar upp á glæsilegan hátt. Í loftum eru upprunalegar rósettur og listar. Frá borðstofu er bar opinn í eldhúsið. Eldhúsið (18m2) er hjartað í húsinu og þar hefur ekkert verið til sparað. Tvöföld SMEG eldavél með gasi og rafmagnsofnum, sérinnfluttur ítalskur háfur, innbyggður ísskápur og innbyggður frystiskápur. Í viðbyggingu aftan við eldhús er svo nýtt baðherbergi með sturtu. Stórt þvottahús og geymsla með sömu innréttingum og í eldhúsi og miklu skápaplássi. 65m2 risa-vinnustofa og önnur minni, var verslun og getur nýst á ýmsa vegu.
Efri hæð: 6 svefnherbergi, þar af 4 mjög stór, tvö með fata-herbergjum innaf.
Herbergi geta auðveldlega orðið 8
Baðherbergi á efri hæð óuppgert sem og eldhús/þvottahús.
Geta verið tvö böð léttilega
Útgengt á þak viðbyggingar og litið mál að gera þar stórar svalir
Húsið er skráð einbýlishús og var upphaflega byggt sem heimili og verslun.
Hefur verið ýmis starfsemi i gengum tíðina og getur hentað undir ýmsa starfsemi eða sem heimili að hluta og verslun/þjónusta á móti.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.