LF-fasteignasala/LINDIN FASTEIGNIR og Þórdís Pála Reynisdóttir s. 893-1319 löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Hólsvegur 4b, gamla símstöðin, Eskifirði.Um er að ræða vel staðsett einbýlishús.
Samkvæmt skráningu er húsið steinsteypt, byggt árið 1925 en hefur verið klætt að utan.
Bratt tvíhalla þak er á húsinu og var það endurnýjað fyrir nokkrum árum.
Húsið er 2 hæðir og rishæð. Rúmgóð stofa er í viðbyggingu ofan við húsið.
Þetta er eitt af þeim húsum sem leyna virkilega á sér varðandi stærð, rýmið innandyra kemur á óvart.
Ekki er full lofthæð á allri neðstu hæðinni en þar eru 2 svefnherbergi með góðri lofthhæð og einnig þvottahús með sturtuaðstöðu og lítið salerni.
Hægt væri að útbúa eldhús á neðstu hæðinni.
Rúmgóður gangur á neðstu hæðinni er með lítilli lofthæð.
Komið er inn í forstofu/stigagang, ágætur stigi liggur þaðan upp á aðal-hæð hússins.
Á aðalhæð hússins eru 2 rúmgóðar stofur og lítið eldhús með innréttingu frá 6. áratug síðustu aldar.
Auðvelt væri að stúka af herbergi á hæðinni eða færa eldhúsið og útbúa baðherbergi þar sem eldhúsið er nú.
Á stigapallinum er rúmgóður fataskápur.
Upp í risið liggur brattur stigi.
Í risinu voru 2 svefnherbergi undir súð og baðherbergi með baðkari. Allt hefur verið rifið innan úr rishæðinni og hefur hún nýlega verið einangruð og plastklædd og lagnagrind er komin að miklu leiti. Loftun var sett í þakið.
Nýr eigandi hefur val um hvort baðherbergi verður haft í risinu og hvort herbergin verða eitt stórt eða 2 minni.
Einnig er hægt að gera baðherbergi á miðhæðinni og nota lagnaleiðina sem liggur upp í risið.
Húsið er vel staðsett og eru grunnskóli og íþróttamannvirki handan við götuna og stutt í margskonar þjónustu t.d. dagvöruverslun.
Húsið hefur verið klætt að utan og sennilega einangrað utanfrá.
Ástand glugga er þokkalegt en glerlistar orðnir lélegir. Tvöfalt verksmiðjugler í gluggunum.
Húsið er kynt með hitaveitu og voru settir nýir ofnar og ofnalagnir í húsið þegar hitaveitan var tekin inn.
Garðurinn við húsið er vel girtur.