LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kyna:
Mýrargata 1, Neskaupstað. Einbýlishús ásamt bílskúr og geymsluskúr.
Húsið stendur á fallegri lóð umlukið trjágróðri.
Á neðri hæð íbúðarhússins er forstofa sem jafnframt er þvottahús. Þar eru flísar á gólfi og hefur gólfið nýlega verið lagað.
Úr forstofunni er komið inn í opið rými sem er stofa/borðstofa eftir allri breidd hússins og "bókaherbergi" þar við hliðina. úr þessu rými er stigi upp á efri hæðina.
Eldhúsið er með nýlegri innréttingu.
Endurbótum á eldhúsi er ekki lokið eftir er að ganga frá eingangrun í a.m.k. einum vegg og klæða hann.
Á efri hæðinni eru 3 svefnherbergi og baðherbergi sem hefur að mestu verið endurnýjað.
Nýleg gólfefni eru á flestum gólfum.
Garðurinn er mjög gróðursæll og kennir þar ýmissa grasa í þess orðs fyllstu merkingu.
Mikill trjágróður gerir lóðina mjög skjólsæla.
Berjarunnar eru í garðinum.
Tvíbreitt langt bílastæði er við húsið og að auki pláss fyrir bíl framan við bílskúrinn.
Snyrtilegur geymsluskúr er í garðinum.
Vestan við húsið er stór timburpallur og er gott skjól á pallinum.
Þvottasnúrur og barnaleiktæki eru í garðinum.
Hér er eign þar sem eitthvað þarf að taka til hendinni en árangurinn getur orðið mjög skemmtileg og heimilisleg eign.