LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Hamarsgata 12, Fáskrúðsfirði, Fjarðabyggð.Rúmgott einbýlishús með aukaíbúð á neðri hæð. Íbúðin á neðri hæðinni þarfnast endurnýjunar.
Húsið stendur á flottum útsýnisstað við rólega botnlangagötu.
Í aðalíbúðina er gengið inn í forstofu á efri hæð.
Eldhúsið er rúmgott með borðkrók og góðri eldri innréttingu.
Alls eru 5 svefnherbergi á hæðinni en eitt mjög lítið.
Baðherbergið er rúmgott, flísalagt með sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél.
Nokkrar geymslur eru á hæðinni.
Sér inngangur er í íbúðina á neðri hæðinni. Íbúðin þarfnast endurbóta.
Þvottahús er á neðri hæðinni ásamt geymslum og snyrtingu.
Endurskipuleggja mætti neðri hæðina og stækka íbúðina á kostnað geymslurýmanna sem nóg er af á báðum hæðum.
Einnig er mjög gott og snyrtilegt risloft yfir öllu húsinu sem getur nýst sem geymsla eða að nýta mætti það sem hluta af íbúðinni.
Gluggar á neðri hæð eru upprunalegir en skipt var um glugga á efri hæð fyrir einhvejrum árum og hafa þeir og þak hússins fengið gott viðhald.
Húsið er klætt að utan með pvc klæðningu.